spot_img
HomeFréttirArgentínumenn tóku Suður-Ameríku slaginn

Argentínumenn tóku Suður-Ameríku slaginn

 
Fjöldi æfingaleikja fer nú fram áður en keppni á HM í Tyrklandi hefst þann 28. ágúst næstkomandi. Nágrannarnir og erkifjendurnir Argentína og Brasilía mættust í Logorno á Spáni þar sem Argentínumenn höfðu betur 77-73.
Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Juan Pablo Cantero léku ekki með Argentínumönnum og þeir Paolo Quinteros, Hernan Jasen og Roman Gonzalez eru að glíma við smávægileg meiðsli en tóku samt þátt í leiknum. Næsta víst þykur að Juan Pablo Cantero muni svo ekki leika neitt á HM sökum meiðsla.
 
Carlos Delfino steig rækilega upp í leiknum og gerði 23 stig fyrir Argentínumenn er hann setti niður 6 af 9 þristum í leiknum. Þá var Varejao stigahæstur í liði Brassa með 14 stig.
 
Þá hafa Bandaríkjamenn leikið tvo æfingaleiki nýverið. Fyrst kom öruggur sigur gegn Frökkum 86-55 og ekki var hann síðri gegn Kínverjum 98-51. Danny Granger var stigahæstur í sigurleiknum gegn Kínverjum með 22 stig.
 
Eins og fyrr greinir hefst HM í Tyrklandi þann 28. ágúst og eru 11 leikir á dagskránni á fyrsta keppnisdegi en nánar er hægt að fylgjast með gangi mála á www.fiba.com  
 
Ljósmynd/ Frá viðureign Argentínu og Brasilíu í Longorno á Spáni.
 
Fréttir
- Auglýsing -