spot_img
HomeFréttirÁrgangamót Keflavíkur: Gulldrengirnir stóðu undir nafni

Árgangamót Keflavíkur: Gulldrengirnir stóðu undir nafni

 
Gulldrengir Jóns Guðbrandssonar úr 1981 árgangnum komu, sáu og sigruðu á árgangamóti Keflvíkinga sem fram fór í Toyota-höllinni á dögunum. Það mættu alls um 40 einstaklingar til leiks sem deildust á sjö lið. Mótið gekk mjög vel þrátt fyrir misjafnt ástand manna. Tveir árgangar skáru sig úr hvað mætingu varðar, þ.e. 1975 og 1981. Á endum léku svo þessi lið til úrslita og lauk leiknum með sigri 1981 árgangsins. www.vf.is greindi frá.
Þess má geta að bestu menn mótsins voru varnarskrímslið Sverrir þór Sverrisson og Sæmundur Oddsson.
 
Gulldrengirnir: Sæmundur Oddsson( Doctor Zhivago), Jón N Hafsteinsson(Slim), Davíð Þ. Jónsson(Teen Wolf), Sævar Sævarsson(Tweety), Hákon Magnússon(Elvis) og að láni frá KR-ingum Sveinn Blöndal(Hot dog).
 
Frétt og mynd af www.vf.is  
Hér er svo meira um mótið á heimasíðu Keflvíkinga
Fréttir
- Auglýsing -