spot_img
HomeFréttirÁrgangamót ÍR

Árgangamót ÍR

  Það er komið að því aftur, árgangamót ÍR í körfubolta. Undanfarin 3 ár hefur mótið heppnast mjög vel og er mikil eftirvænting fyrir mótinu í ár.
 
Mótið verður haldið laugardaginn 22.mars í Seljaskóla og verður með svipuðu sniði og áður.
Allir árgangar frá 1900-1994 hafa keppnisrétt.
Ef að árgangur er ekki að ná saman liði þá verður hann sameinaður við árgang fyrir ofan sig eða neðan sig eftir því sem hentar.
Keppnisfyrirkomulag : Riðlaskipt 1×10 mín hver leikur.
Undanúrslitaleikir úr riðlum og úrslitaleikur spilaðir á aðalvellinum.
**Fyrirkomulag gæti breyst , fer eftir þáttökufjölda Kostnaður fyrir hvern keppenda er 3000 kr. og innifalið í því er keppnisgjald, aðgangur að kvöldskemmtun.
 
****** MIKILVÆGT *******
Hver og einn skráir sig með því að “attenda” þennan event og senda skráningu á netfangið [email protected] skráningin þarf að innihalda nafn leikmanns og fæðingaár. www.facebook.com/events/1472413569652231/
 
Um kvöldið verður svo lokahóf árgangamótsins þar sem að krýndur verður leikmaður mótsins, 3-stiga meistari árganganna, og svo auðvitað besti árgangur ÍR auk annarra skemmtiatriða.
 
Lokahófið verður haldið í ÍR heimilinu, Skógarseli og hefst sú skemmtun
kl.20
Aðgangseyrir : 1.000 kr. á kvöldskemmtun fyrir þá sem taka ekki þátt í mótinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -