22:44
{mosimage}
Ben Hill skoraði 19 stig í leiknum
Lið Þórs frá Þorlákshöfn tóku slaka Hattarmenn svo sannarlega í kennslustund í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Eftir að staðan hafði verið 21-21 í byrjun annars leikhluta tóku Þórsarar leikmenn Hattar í kennslustund í íþróttinni og hreinlega burstuðu þá með því að skora 28 stig á móti 8, þannig að 20 stig skildu liðin að í hálfleik
Slíkt hið sama var upp á teningnum í síðar hálfleik og fór svo að Þórsarar rótburstuðu Hattarmenn, sem spiluðu margir hverjir eins og byrjendur. Á meðan hittu Þórsarar vel úr opnum færum, sem þeir fengu í kjölfar arfaslaks varnarleiks Hattarmanna. Lokatölur urðu 73 -105.
Jeff Green, þjálfari Hattar var að vonum óánægður með leikinn. "Of margir leikmenn léku engan varnarleik og vældu út af dómurunum. Það voru ekki dómararnir sem töpuðu leiknum með meira en 30 stigum, heldur lélegur varnarleikur minna manna." sagði hann.
Texti og mynd: Einar Ben Thorsteinsson



