spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÁreynslulaust á Ásvöllum

Áreynslulaust á Ásvöllum

Fæstir bjuggust við spennandi leik á Ásvöllum í kvöld þegar Íslandsmeistarar Hauka fengu nýliða Hamar/Þór í heimsókn. Nýliðarnir höfðu tapað öllum leikjum hingað til en Haukarnir höfðu tapað tveimur leikjum og unnið tvo. 

Nýliðarnir skutu heimakonum þó skelk í bringu í fyrsta leikhluta. Þær sunnlensku sýndu ákveðna líkamlega yfirburði í bæði hæð og þyngd og náðu fljótlega forskoti sem átti ekki eftir að endast en leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-27. 

Haukakonur sýndu strax mátt sinn og megin í byrjun annars leikhluta og náðu forystunni til sín, þarna nýttu Haukakonur vel sína líkamlegu yfirburði sem eru hraði og snerpa og virtust þunglamalegir gestirnir eiga fá svör. Staðan í hálfleik, 53-46 og ljóst hvert þessi leikur stefndi. 

Heimakonur stútuðu svo þriðja leikhlutanum 23-13 og leikurinn í rauninni farinn. Efnilegir leikmenn fengu svo að taka þátt í restina og flestir fóru sæmilega sáttir af Ásvöllum eftir þægilegan seinni hálfleik. 

Amandine Toi skellti í 34 stig fyrir Hauka en Jadakiss Nadine Guinn skoraði 34 stig fyrir gestina sem eru enn að leita að sínum fyrsta sigurleik.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -