spot_img
HomeFréttirArenas sleppur við fangelsisvist

Arenas sleppur við fangelsisvist

Gilbert Arenas mun ekki þurfa að sitja í fangelsi fyrir ólöglega skotvopnaeign, en hann var í dag dæmdur til 30 daga vistar á áfangaheimili, 400 tíma samfélagsþjónustu og fjársektar auk þess sem hann verður á tveggja ára skilorði.
Arenas gekkst við sakargiftum þar sem hann játaði að hafa komið með skotvopn inn í búningsklefa Wahington Wizards í upphafi leiktíðar, en ólöglegt er að koma með skotvopn inn í Washington DC.
 
Forsaga málsins er sú að Arenas og liðsfélagi hans, Javaris Crittendon, deildu út af spilaskuld sem Arenas neitaði að borga. Endaði orðaskiptum þeirra með því að hótanir gengu manna á milli, m.a. hótaði Crittendon því að skjóta Arenas í hnéð. Arenas, sem er þekktur spéfugl, ákvað að stríða hinum yngri Crittendon með því að draga fram byssur sem hann geymdi í kassa í skáp sínum og bauð honum að velja sér vopn til að skjóta með. Ekki var það til að bæta ástandið eins og gefur að skilja og fór allt í háaloft.
 
NBA dæmdi Arenas í keppnisbann það sem eftir lifir leiktíðar, en ekki er talið líklegt að forsvarsmenn Wizards muni reyna að losa sig undan risasamningi sem þeir gerðu við Arenas fyrir tveimur árum, en það þótti ekki ólíklegt þar sem framtíð hans er í óvissu.
 
Samningur þeirra við Crittendon verður hins vegar ekki framlengdur í lok leiktíðar, en hann var einnig dæmdur í leikbann af NBA og til eins árs skilorð fyrir dómstólum.
Fréttir
- Auglýsing -