spot_img
HomeFréttirArenas í launalaust bann um óákveðinn tíma

Arenas í launalaust bann um óákveðinn tíma

 
David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar hefur sett Gilbert Arenas, leikmann Washington Wizards, í leikbann án launa um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá Stern kemur fram að Arenas sé ekki hæfur um þessar mundir til þess að leika körfubolta.
Stern sagði aukareitis að gjörðir Arenas, að koma með vopn inn í búningsklefa Wizards, muni kosta hann talsvert langt bann og jafnvel verra. Samkvæmt Stern tekur bann Arenas nú þegar gildi.
 
Wizards hafa einnig gefið frá sér yfirlýsingu varðandi málið þar sem þeir taka heilshugar undir aðgerðir Stern.
 
Arenas hefur leikið 32 leiki með Wizards á þessari leiktíð þar sem hann hefur gert 22,6 stig að meðaltali í leik svo ljóst er að Wizards verða fyrir töluverðri blóðtöku. Arenas hefur þá kannski tíma á næstu dögum eða vikum fyrir skotæfingasvæðið, hvort þar verði körfuhringur eða skotskífa skal ósagt látið.
 
Tengt efni:
 
Fréttir
- Auglýsing -