13:20
{mosimage}
Guðni Eiríkur Guðmundsson
Það gerist stundum í köruboltaleikjum að uppkoma óvænt atvik og á miðvikudagskvöldið gerðist eitt slíkt í DHL höllinni í leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna. Þegar annar dómari leiksins, Guðni E. Guðmundsson tók á sprett með Grindavíkurstúlkum í hraðaupphlaup vildi ekki betur til en að hann hljóp á myndavél tökumanns hjá Stöð 2.
Guðni gerði eins og sannur dómari og fylgdi hraðaupphlaupinu eftir en stoppa þurfti svo leikinn og plástra Guðna sem skarst á höfði. Hann kláraði þó leikinn og hélt á slysavarðsstofu á eftir. Myndatökumann Stöðvar 2 sakaði ekki en hann féll við áreksturinn.
Myndir af atvikinu voru sýndar í íþróttafréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá þær hér.
Mynd: Gunnar Freyr Steinsson



