spot_img
HomeFréttirApp: Game Time Courtside frá NBA

App: Game Time Courtside frá NBA

Körfbolta „appið“ að þessu sinni er hið skemmtilega Game Time Courtside frá NBA. NBA Game-time appið er skemmtilegt app fyrir þá sem fylgjast með NBA-körfuboltanum. Með því er hægt að sjá hvaða leikir eru á dagskrá og fylgjast með lifandi tölfræði úr leikjum sem eru í gangi. Það styður við NBA League Pass fyrir þá sem eiga hann og þá er hægt að horfa á leiki í gegnum viðkomandi IOS tæki.
 
Í lok leikja er svo hægt að horfa á samtektir úr leikjum, helstu tilþrif og ýmislegt annað aukaefni af NBA-síðunni.
 
Útlit og notendaviðmót forritsins er mjög gott. Með því að velja leik er hægt að sjá alla tölfræði, bæði einstakra leikmanna sem og liða í heild úr viðkomandi leik.
 
Forritið er frítt og má finna í App-store. 
Fréttir
- Auglýsing -