spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaAntonio Williams til KR

Antonio Williams til KR

KR-ingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Antonio Williams um að leika með liðinu út tímabilið í Subway deild karla.

Williams er 25 ára, leikur í stöðu leikstjórnanda og er 183 sm á hæð skv. tilkynningu á heimasíðu KR Hann kemur frá Plymouth City Patriots í bresku úrvalsdeildinni en þar hefur hann leikið síðustu tvö tímabil.

Áður hefur Williams leikið með Ottawa Blackjacks í Kanada sem og Tallinna Kalev/TLU í Eistlandi sem og í sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands.

KR situr á botni Subway deildarinnar með einn sigur í tólf leikjum.

Fréttir
- Auglýsing -