Njarðvík lagði Þór í kvöld í lokaumferð Dominos deildar karla, 88-73. Þórsarar enduðu í 2. sæti deildarinnar og mæta Þór Akureyri komandi helgi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar á meðan að Njarðvík endaði í 9. sætinu og missa af úrslitakeppni.
Karfan spjallaði við Antonio Hester, leikmann Njarðvíkur, eftir leik í Njarðtaksgryfjunni. Antonio var einu orði sagt frábær fyrir Njarðvík í leiknum, skilaði tröllatvennu, 30 stigum og 20 fráköstum.



