16:49
{mosimage}
(Antoine Walker)
Pat Riley þjálfari NBA-liðsins Miami Heat er ekki sáttur við líkamlegt ástanda Antoine Walker en Walker stenst ekki kröfur liðsins um 7% fituhlutfall, sem gefur til kynn hlutfall fitu af heildarþyngd. Riley setti Walker í leikbann á síðustu leiktíð þar sem að leikmaðurinn stóðst ekki kröfur liðsins um fituhlutfall og í gær sagði hinn reyndi þjálfari að Walker myndi ekki standast prófið fyrr en í janúar á næsta ári. Riley segir að Walker muni aðeins fá að leika í 15-20 mínútur í hverjum leik þar til hann bæti líkamlegt ástand sitt. Frá þessu er greint hjá www.mbl.is
Riley gerir miklar kröfur til leikmanna sinna og krefst hann þess að þeir mæti í æfingabúðir liðsins í mjög góðu ásigkomulagi. Walker hefur lítið getað æft með liðinu að undanförnu vegna meiðsla í hásin en hann var með 15% fituhlutfall í síðustu mælingu liðsins og er hann rúmlega 118 kg. að þyngd.
„Walker leggur hart að sér á æfingum, hann mætir á allar æfingar og hann gerir það sem hann á að gera á æfingum. Ég hef hinsvegar sagt að hann þurfi að létta sig og bæta líkamlegt ástand sitt,“ sagði Riley en hann vill að Walker létti sig um rúm 10 kg. á næstu vikum og mánuðum. Walker er að hefja sitt þriðja tímabil með Heat en hann var lykilmaður í meistaraliðinu árið 2006 en í fyrra skoraði hann aðeins 8,5 stig að meðaltali á 23,3 mínútum í leik. Hann kom inn í NBA-deildina árið 1996 þar sem hann lék með Boston Celtic fram til ársins 2003. Hann fór til Dallas Mavericks en staldraði stutt við.
Walker lék með Atlanta Hawks í byrjun tímabilsins 2004-2005 en var síðan skipt aftur til Boston Celtics. Sumarið 2005 fékk Miami Heat hann til liðs við sig en Walker er með 18 stig að meðaltali í leik á 11 tímabilum í NBA-deildinni.
Tekið af www.mbl.is



