spot_img
HomeFréttirAnthony óviss um framhaldið hjá Denver

Anthony óviss um framhaldið hjá Denver

 
Stórstjarnan Carmelo Anthony segist ekki búinn að ákveða hvort hann skrifi undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Denver Nuggets eður ei. Samningurinn er að andvirði 65 milljón Bandaríkjadala eða tæplega 8 milljarða króna! Framlengingin á samningi leikmannsins hefur verið á ,,borðinu“ í allt sumar.
Anthony kveðst hafa sýnt Denver liðinu hollustu síðustu sjö árin og segist nýta tímann nú til að hugsa sín mál. Taki Anthony ekki framlengingunni gæti hann orðið einn feitasti bitinn á markaðnum næsta sumar þegar hann verður með lausan samning við Denver.
 
Í augnablikinu er Denver að leita eftir nýjum framkvæmdastjóra en hver svo sem ráðinn verður í stöðuna mun ekki hafa áhrif á endanlega ákvörðun Anthony.
 
Fréttir
- Auglýsing -