spot_img
HomeFréttirAnthony Davis stórkostlegur er Lakers tryggðu sér sinn átjánda titil

Anthony Davis stórkostlegur er Lakers tryggðu sér sinn átjánda titil

Los Angeles Lakers lögðu Indiana Pacers í nótt í úrslitaleik fyrstu bikarkeppni NBA deildarinnar, 109-123. Atkvæðamestur í lið Lakers í leiknum var Anthony Davis með 41 stig, 20 fráköst og 5 stoðsendingar. Honum næstur var LeBron James með 24 stig og 11 fráköst. Fyrir Pacers var það Tyrese Haliburton sem dró vagninn með 20 stigum, 11 stoðsendingum og Bennedict Mathurin bætti við 20 stigum.

Tölfræði leiks

Þetta var í fyrsta skipti sem bikarkeppni er leikin í NBA deildinni, en áætlað er að hún verði leikin árlega. Leikir keppninnar voru í fyrri umferðum hluti af deildarkeppni deildarinnar, en þegar komið var að útslætti í úrslitum var um að ræða hreina bikarleiki sem telja ekki í deildinni.

Á leið sinni til þessa fyrsta bikartitils lögðu Lakers lið Sacramento Kings í 8 liða úrslitum, New Orleans Pelicans í undanúrslitum og eins og neft er hér að ofan Indiana Pacers í úrslitaleik. Í riðlakeppni bikarkeppninnar hafði liðið áður unnið alla leiki sína.

LeBron James var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar, en hann skilaði 26 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum í leikjum keppninnar.

Hérna er hægt að lesa um bikarkeppnina 2023

Titillinn sem Lakers unnu er átjándi stóri titillinn sem þeir vinna og gerir þá að sigursælasta félagi í sögu deildarinnar, en áður höfðu þeir unnið NBA meistaratitilinn í sautján skipti, nú síðast árið 2021.

Fréttir
- Auglýsing -