spot_img
HomeFréttirAnthony Davis er viðundur

Anthony Davis er viðundur

Af hverju? Horfið bara á GIF myndina hér að neðan.
 
Hvað hefði t.d. James Harden gert í þessari stöðu? Alla vega ekki sprettað 15 metra í fjórum skrefum til að ná manninum sem losnaði við varnarmistökin. Sjáið samt ógnina sem stafar af honum fyrir t.d. skyttur fyrir utan. Parsons sér hann koma og reynir að fá hann í loftið með gabbhreyfingu en Davis veit að hann ekki bara er með nokkra cm á Parsons heldur er með faðmlengd sem næði utan um tunglið og þarf því ekki að stökkva til að ógna skotinu. En hvað er að Parsons að hugsa að láta þetta skot vaða – yfir þessa súlu?!
 
 
Davis virðist hafa þetta allt. Hæð, hraða, lengd, boltameðferð og núna nokkuð nett skot til að ógna enn frekar… svo ekki sé talað um hátt körfubolta IQ og varnarsinnaðan leikstíð. Framtíðin er björt. Verst hvað hann er í slöku liði og því fáum við að sjá allt of lítið af honum.
 
Þetta verður varnarmaður ársins. Segi það og skrifa hér með. Annað yrði skandall.
Fréttir
- Auglýsing -