spot_img
HomeFréttirAnne Flesland leikmaður Hamars gerir upp tímabilið á norskri síðu

Anne Flesland leikmaður Hamars gerir upp tímabilið á norskri síðu

7:50

{mosimage}

Anne Flesund, norska stúlkan sem kom undir lok tímabilsins til liðs við kvennalið Hamars, skrifar á norsku körfuboltasíðuna www.basket.no frá tímabilinu hjá sér.

Hún hóf tímabilið í Þýskalandi þar sem liðið sem hún samdi við stóð ekki við neitt, henni bauðst þá að fara til Grikklands og leika í EuroCup með grísku liði sem hún og gerði en liðið datt fljótlega út úr Evrópukeppninni og samningur hennar við liðið búinn. Upp úr miðju tímabili var hún því samningslaus og bauðst að fara til Hamars sem hún þáði og segist ekki sjá eftir því, þar hafi verið dásamlegt að koma og tekið vel á móti henni utan vallar sem innan. Hún segir að vel geti verið að hún komi til Íslands næsta tímabil aftur.

Bréf hennar má lesa í heild sinni á basket.no

[email protected]

Mynd: www.basket.no

 

Fréttir
- Auglýsing -