Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans.
Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjórar Karfan.is, Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur Baldursson, en í öðrum þættinum fá þeir formann meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni og meðstjórnanda í stjórn KKÍ, Bryndísi Gunnlaugsdóttur í spjall um komandi tímabil í Dominos deild kvenna.
Deildin hefst í dag með fjórum leikjum.
Hérna er spá karfan.is fyrir tímabilið.