spot_img
HomeFréttirAnnar skellur hjá Furman

Annar skellur hjá Furman

Kristófer Acox var í byrjunarliði Furman í nótt þegar skólinn lá gegn Virginia Tech í bandaríska háskólaboltanum. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Kristófer er í byrjunarliðinu og lék hann í 25 mínútur.
 
 
Kristófer náði ekki að skora en tók 4 fráköst og var með einn stolinn bolta. Virginia Tech vann leikinn 54-75. Stephen Croone var sem fyrr atkvæðamestur í liði Furman með 27 stig.
 
Furman skólinn átti engin svör við Virginia Tech í fyrri hálfleik en bitu frá sér í þeim síðari en þá var skaðinn þegar skeður. Þetta var annað stóra tapið í röð hjá Furman á útivelli og hefur liðið nú leiki fimm leiki, unnið tvo en tapað þremur. 
 
Hlutirnir eru þó greinilega að gerast hratt hjá Kristófer sem hefur unnið sig inn í byrjunarlið Furman sem nýliði og verður fovitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
  
Fréttir
- Auglýsing -