spot_img
HomeFréttirAnnar sigurinn í röð - Leikið um 9. sætið á morgun

Annar sigurinn í röð – Leikið um 9. sætið á morgun

Undir 20 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Prishtina í Kosóvó. Í dag vann liðið sinn annan leik í röð þegar það vann heimakonur í Kósóvó.

Segja má að sigur Íslands hafi aldrei verið í hættu enda komst liðið strax í fína forystu sem Kósóvó náði aldrei að saxa á að viti. Þannig hélt leikurinn áfram til loka og sannfærandi sigur Ísland 97-63 staðreynd.

Dagbjört Dögg var sem fyrr atkvæðamest íslenska liðsins og endaði með 19 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Þóranna Hodge-Carr var með 9 stig og 10 fráköst og Birna Valgerður endaði með 17 stig.

Sigurinn þýðir að Ísland leikur um leikur í raun hreinan úrslitaleik um 9. sætið á morgun þegar liðið mætir Úkraínu sem einnig hefur unnið alla sína leiki í þessum riðli þar sem keppt er um 9.-12 sæti. Leikurinn fer fram kl 09:30 á morgun.

Tölfræði leiksins

Viðtal eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -