spot_img
HomeFréttirAnnar sigur undir 20 ára kvenna í jafnmörgum leikjum á Evrópumótinu í...

Annar sigur undir 20 ára kvenna í jafnmörgum leikjum á Evrópumótinu í Craiova

Undir 20 ára lið kvenna lagði Slóvakíu í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Craiova í Rúmeníu, 54-57.

Liðið hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu, en í gær höfðu þær betur gegn Austurríki.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur Íslands langt frá því öruggur í leik dagsins, þær leiddu þó nánast allan leikinn og voru 15 stigum yfir þegar mest lét.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Emma Theodórsson með 17 stig og 5 fráköst. Henni næst var Agnes María Svansdóttir með 11 stig, 2 fráköst og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilaði 9 stigum og 5 fráköstum.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun kl. 17:30 á morgun sunnudag 30. júlí.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -