spot_img
HomeFréttirAnnar sigur Nets í röð - Lakers og Cavs töpuðu bæði

Annar sigur Nets í röð – Lakers og Cavs töpuðu bæði

New Jersey Nets unnu í nótt sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 118-110, og forðuðust þannig þann vafasama heiður að eiga versta vinningshlutfall allra tíma því þetta var níundi sigur þeirra, sem er jafn margir og Philadelphia 76ers áttu í byrjun áttunda áratugarins. Þeir hafa tíu leiki til að bæta við einum sigri og hrista alfarið af sér þennan draug.
 
Á meðan voru bestu lið deildarinnar í tómum vandræðum, en LA Lakers og Cleveland töpuðu bæði leikjum sínum. Lakers fyrri hinu stórskemmtilega liði Oklahoma Thunder, 102-97, og Cleveland fyrir SA Spurs, 102-97.
 
Töpin gáfu liðunum neðar í töflunni tækifæri til að minnka muninn, en Boston Celtics lögðu Sacramento Kings, 94-86, og Orlando vann Minnesota, 97-106, en Minnesota tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð.
 
Þá unnu Denver Nuggets góðan sigur á Toronto, 96-97, þar sem Carmelo Anthony tryggði sigurinn með flautukörfu.
 
 
Úrslit:
Orlando 106 Minnesota 97
Indiana 122 Utah 106
Charlotte 107 Washington 96
Toronto 96 Denver 97
Philadelphia 105 Atlanta 98
Boston 94 Sacramento 86
Oklahoma City 91 LA Lakers 75
New Jersey 118 Detroit 110
Fréttir
- Auglýsing -