spot_img
HomeFréttirAnnar ósigur hjá íslenska liðinu

Annar ósigur hjá íslenska liðinu

18:29
{mosimage}

 

(Petrúnella Skúladóttir gerði 13 stig fyrir íslenska liðið) 

 

Kvennalandslið Íslands mátti í dag þola sinn annan ósigur í röð á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku þessa dagana. Ísland mætti Noregi í dag í jöfnum og spennandi leik en Norðmenn reyndust sterkari í lokin og innbyrtu mikilvægan 81-74 sigur og eru eina ósigraða liðið á mótinu til þessa.

 

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 18 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Næst henni kom Petrúnella Skúladóttir með 13 stig og María Ben Erlingsdóttir gerði 10 stig. Hjá Norðmönnum var Tina Moen stigahæst með 18 stig.

 

Þetta var s.s. annar ósigur íslenska liðsins sem er eina liðið á mótinu sem enn hefur ekki unnið leik. Norðmenn hafa unnið tvo leiki, Finnar og Svíar einn sem og Danir.

 

Íslenska liðið mætir því finnska á morgun kl. 13.30 að íslenskum tíma.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -