spot_img
HomeFréttirAnnar olnbogi - önnur óíþróttamannslega villa

Annar olnbogi – önnur óíþróttamannslega villa

Það er skammt stórra högga á milli…bókstaflega! Matthew James Hairston bætti sér í olnbogaklúbbinn í gærkvöldi þegar Stjarnan tapaði fyrir Skallagrím í Domino´s deild karla er liðin áttust við í Borgarnesi.
 
 
Skammt var til leiksloka þegar Hairston slær til Egils Egilssonar leikmanns Skallagríms og hlýtur fyrir vikið óíþróttamannslega villu. (myndband af atvikinu)
 
Í leikreglum um körfuknattleik segir í grein 37 um brottrekstrarvillu í ákvæði 37.1.1: „Öll gróf óíþróttamannsleg hegðun leikmanns eða liðsmanna á varamannabekk er brottrekstrarvilla.“
 
Nú í tvígang hefur gróf óíþróttamannsleg hegðun náðst á myndband þar sem dæmd hefur verið óíþróttamannsleg villa og í fyrra tilfellinu gerðist sá sögulegi atburður að dómaranefnd KKÍ skaut máli inn á borð aga- og úrskurðarnefndar sem svo sýknaði viðkomandi leikmann af kröfu dómaranefndar um þyngri refsingu og óíþróttamannslega villan stóð óhögguð. Í þessum tveimur nýjustu atvikum af olnbogaskotum hefur ekki verið dæmd brottrekstrarvilla og má vel færa rök fyrir að svoleiðis villa hefði verið meira viðeigandi en óíþróttamannsleg villa.
 
Karfan.is hefur nú fengið það staðfest úr herbúðum Skallagríms að félagið muni kæra atvikið.
Fréttir
- Auglýsing -