spot_img
HomeFréttirAnnar naumur sigur hjá Boston

Annar naumur sigur hjá Boston

14:15
{mosimage}

(Garnett og félagar eiga titil að verja á næstu leiktíð sem hefst innan skamms)

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabili NBA deildarinnar í nótt en aðeins 16 dagar eru þangað til að keppni í deildinni hefjist. Í nótt voru meistarar Boston enn á tæpasta vaði þegar grænir rétt mörðu Houston Rockets 90-89.

Phoenix Suns máttu sætta sig við 79-72 ósigur gegn Denver Nuggets, Pistons lögðu Bucks 111-99 og þá höfðu Golden State Warriors góðan sigur á Oklahoma City Thunder 122-102.

Keppni í NBA deildinni hefst þriðjudaginn 28. október næstkomandi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -