Ísland leikur í dag sinn annan leik lokamóti EuroBasket 2025 gegn Belgíu kl. 12:00.
Ísland hóf leik á mótinu síðasta fimmtudag með tapi gegn Ísrael í fyrsta leik. Næstu daga er svo leikið ansi þétt. Gegn heimamönnum í Póllandi annað kvöld (sunnudag) gegn Slóveníu á þriðjudag og svo er síðasti leikur riðlakeppninnar gegn Frakklandi komandi fimmtudag.
Riðill Íslands er leikinn í Katowice í Póllandi. Í honum eru sex lið og komast fjögur efstu liðin áfram í sextán liða úrslit sem leikin verða í höfuðborg Lettlands, Riga.
Leikur dagsins verður í beinni útsendingu á RÚV og hægt verður að fylgja fréttum af honum og mótinu hér.
Leikur dagsins
EuroBasket 2025
Ísland Belgía – kl. 12:00
Bein útsending á RÚV



