Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld, einn í fyrstu deild kvenna og þrír í fyrstu deild karla.
Í Dominos deild karla voru það útiliðin sem hrósuðu sigri í kvöld. Keflavík sigraði Þór á Akureyri í leik Þar sem að Amin Stevens skoraði 41 stig (í annað skiptið í vetur) og tók 17 fráköst. Skallagrímur sigraði Þór í Þorlákshöfn í leik þar sem að Skallagrímur leiddi mest allan tímann. Þá sigraði Stjarnan Hauka í Hafnarfirði í leik þar sem að heimamenn leiddu mest allan leikinn.
Í fyrstu deild karla fóru Fjölnismenn illa að ráði sínu gegn liði Vals, töpuðu leiknum nokkuð stórt, 80-105, og eru nú tveimur sigurleikjum frá toppsæti deildarinnar á eftir Hetti (sem vann sinn leik gegn ÍA í kvöld)
Þá sigraði KR lið Fjölnis í 1. deild kvenna. Eftir leikinn er KR því í 2. sæti deildarinnar ásamt Þór frá Akureyri á meðan að Fjölnir er ennþá neðst í deildinni.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla
Þór Þ. 74 – 76 Skallagrímur
Þór Ak. 77 – 89 Keflavík
Haukar 67 – 70 Stjarnan
1. deild kvenna
Fjölnir 73 – 86 KR
1. deild karla
Fjölnir 80 – 105 Valur
ÍA 66 – 104 Höttur
Hamar 88 – 91 Vestri



