spot_img
HomeFréttirAnnar 30 stiga sigur í Litháen

Annar 30 stiga sigur í Litháen

Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.

Í dag lagði liðið Kósovó nokkuð örugglega, 50-82. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Ólafsdóttir með 16 stig, Kolbrún María Ármannsdóttir með 13 stig og Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 12 stig.

Tölfræði leiks

Leikurinn er sá þriðji sem liðið leikur á mótinu, en eftir hann hafa þær unnið tvo leiki og tapað einum.

Íslenska liðið er vel stutt á mótinu

Næst leikur liðið gegn Aserbædsjan komandi þriðjudag.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Huldu Maríu Agnarsdóttur og Þóreyju Þorleifsdóttur eftir leik í Litháen.

Fréttir
- Auglýsing -