Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Í dag lagði liðið Kósovó nokkuð örugglega, 50-82. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Ólafsdóttir með 16 stig, Kolbrún María Ármannsdóttir með 13 stig og Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 12 stig.
Leikurinn er sá þriðji sem liðið leikur á mótinu, en eftir hann hafa þær unnið tvo leiki og tapað einum.

Næst leikur liðið gegn Aserbædsjan komandi þriðjudag.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Huldu Maríu Agnarsdóttur og Þóreyju Þorleifsdóttur eftir leik í Litháen.



