spot_img
HomeFréttirAnnað úrvalsdeildarlið lenti í klóm Vals

Annað úrvalsdeildarlið lenti í klóm Vals

Síðasta liðið í átta liða úrslit Maltbikars karla var 1. deildar lið Vals sem sló Dominos deildar lið Skallagríms úr leik. Valur leiddi allan leikinn og ekki að sjá hvort liðið léki í úrvalsdeild. 

 

 

Þáttaskil: 

Valur náði forystu strax í upphafi leiks og virtust ætla að ná í heldur öruggan sigur. Þegar um fjórar mínútur voru eftir fékk Flenard Whitfield óíþróttamannslega villu í annað skiptið í leiknum og þurfti því að fara uppí stúku. Þarna var munurinn 16 stig Val í hag og allt útlit fyrir að Valur myndi sigla sigrinum heim. Á þessum tímapunkti komu yngri leikmenn Skallagríms inná og tókst þeim að snúa leiknum algjörlega við á lokasprettinum. Ungir leikmenn og hinn síungi Magnús Þór Gunnarsson komu muninum niður í þrjú stig þegar örfáar sekúndur voru eftir. Í lokasókninni fékk Davíð Guðmundsson þriggja stiga skot sem var ákaflega stutt frá því að fara ofan í og tryggja þannig framlengingu. 

 

Tölfræðin lýgur ekki.

Valur hafði yfirhöndina í nánast öllum tölfræði þáttum leiksins. Þegar litið er til stigaskors leiksins má geta sér til um að skotnýtingin hafi verið afbragð eins og raunin var í kvöld. Valur er með 58% skotnýtingu og þar af 41% við þriggja stiga línuna. Valsarar gjörsamlega valta yfir frákastabaráttuna með 43 fráköstum gegn 27. 

 

Hetjan.

Urald King var algjörlega frábær í dag. Hann var með 80% skotnýtingu og það með hinn harðduglega Flenard Whitfield í sér nánast allan tímann. Hann endaði með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 varin skot. 

 

Kjarninn. 

Það er ákaflega erfitt að vinna leiki og þá sérstaklega á útivelli þegar liðið spilar engan varnarleik. Það var raunin hjá Skallagrím í dag. Það skal ekki taka það af Valsmönnum að þeir mættu 130% tilbúnir í leikinn og greinilega búnir að finna veikleika á vörn Skallagríms. Allir leikmenn Vals börðust eins og ljón, vissu sín hlutverk og létu finna fyrir sér frá fyrstu mínútu. Skallagrímsmenn mættu flatir og áhugalausir til leiks og réttilega refsað fyrir. 

Valsmenn hafa nú skellt tveimur úrvalsdeildarliðum úr Maltbikarnum og eru komnir í átta liða úrslit. Liðið býr yfir meiri hæð og styrk undir körfunni en flest úrvalsdeildarlið og því ekki fýsilegur kostur fyrir liðin í neðri hluta deildarinnar. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu í deild og bikar en sigur eins og þessi getur heldur betur verið vítamínssprauta fyrir lið eins og Val. 

 

Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31) 

Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 sto?sendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 sto?sendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Au?unsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigur?ur Páll Stefánsson 5, Sigur?ur Dagur Sturluson 2, Magnús Konrá? Sigur?sson 0, Ingimar Aron Baldursson 0, Snjólfur Björnsson 0. 

Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 sto?sendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 sto?sendingar, Daví? Gu?mundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Daví? Ásgeirsson 3, Bjarni Gu?mann Jónson 2, Kristófer Gíslason 0, Sumarli?i Páll Sigurbergsson 0, Hjalti Ásberg ?orleifsson 0, Andrés Kristjánsson 0

 

Tölfræði leiksins. 

Myndasafn úr leiknum frá Torfa Magnússyni.

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -