spot_img
HomeFréttirAnnað tímabil með Granada í burðarliðnum

Annað tímabil með Granada í burðarliðnum

 
Einn af góðu útrásarvíkingum Íslands, Jón Arnór Stefánsson, verður áfram í herbúðum CB Granada á Spáni á næstu leiktíð nema eitthvað annað spennandi komi upp í sumar. Karfan.is náði tali af Jóni á dögunum sem náði ekki inn í úrslitakeppni ACB deildarinnar að þessu sinni þar sem CB Granada hafnaði í 10. sæti í deildarkeppninni.
,,Ég er með samning við Granada fyrir næsta ár og þeir vilja semja um annað ár í viðbót við það, ég er að hugsa málið. Þetta kemur allt saman í ljós en ég tel samt að ég haldi mig bara við eitt ár í viðbót,” sagði Jón sem lék að jafnaði um 21 mínútu með Granada í vetur og gerði 10,5 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -