KR-ingar biðu lægri hlut fyrir Beijing Aoshen 104-81 í seinni sýningarleik liðanna í Chengdu í Kína í dag. Annar leikhluti liðsins var skelfilegur en liðið lék mjög vel á köflum gegn þessu sterka liði. Semaj Inge var stigahæstur með 19 stig en Jón Orri Kristjánsson var bestur KR-inga með 16 stig og 11 fráköst.
Líkt og í gær byrjuðu KR-ingar vel, komust í yfir 2-6 en heimamenn jöfnuðu fljótt og var jafnt á með liðunum eftir fyrsta leikhluta 19-19. Undir lok leikhluta þegar Brynjar Þór Björnsson fór úr lið á litla putta vinstri handar. Í fyrstu var óttast að puttinn væri brotinn en farið var með Brynjar á sjúkrahús þar sem röntgenmyndatökur leiddu í ljós að hann hafði varið úr lið.
Ljósmynd/ www.kr.is/karfa – Röntgenmynd af litlafingur Brynjars Þórs.