spot_img
HomeFréttirAnnað sinn sem Jóhann gat ekki klárað leik

Annað sinn sem Jóhann gat ekki klárað leik

09:30

{mosimage}
(Jóhann ásamt Eggerti Þór Aðalsteinssyni í gærkvöldi)

Barnalánið virðist elta Jóhann Guðmundsson körfuknattleiksdómara en í gærkvöldi hóf hann að dæma undanúrslita viðureign Hauka og Keflavíkur í Powerade-bikarnum. Þurfti hann að yfirgefa Laugardalshöllina í hálfleik þar sem kona hans var á leiðinni á spítala að eignast barn þeirra hjóna.

Er þetta í annað sinn sem Jóhann þarf að yfirgefa körfuknattleiksleik vegna þess að kona hans var á leiðinni á fæðingardeild. Og þá er þetta einnig í annað sinn sem þetta gerist á meðan Jóhann er að dæma leik hjá Haukum.

Davíð Hreiðarsson kom í stað Jóhanns og kláraði leikinn fyrir félaga sinn.

{mosimage}
(Davíð Hreiðarsson afleysingardómari á leiknum í gærkvöldi)

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -