spot_img
HomeFréttirAnna María: Haukar eru verðugt verkefni

Anna María: Haukar eru verðugt verkefni

12:00

{mosimage}

,,Við höfum unnið að því í allan vetur að vinna okkur inn heimaleikjarréttinn og við ætlum að halda honum,” segir Anna María Sveinsdóttir aðstoðarþjálfari Keflvíkinga en lið hennar tekur á móti Haukum í dag.

Tímabilið í vetur hefur verið eitt það besta í kvennakörfunni í áraraðir. Anna María Sveinsdóttir hefur spilað nokkur tímabilin og sagði hún að sjaldan hafi deildin verið svona spennandi. ,,Það er langt síðan deildin hefur verið svona jöfn. Þú gast ekki bokað sigur gegn neinu liði í vetur. Hvort sem það var Hamar, KR eða Haukar. Það gerir þetta bara skemmtilegt,” sagði Anna María.

Vilduð þið fá Hauka í úrslitakeppninni svo þið gætuð hefnt ykkur frá því í fyrra? ,,Við stefndum að því að vinna alla titla. Eins og staðan er núan skiptir ekki máli gegn hverjum þú byrjar. Ef þú ætlar að verða meistari þá þarftu að vinna leiki og Haukar eru verðugt verkefni.”

Er liðið að toppa?
,,Við höfum orðið fyrir miklum áföllum í vetur. Missum Bryndísi og fáum inn nýjan leikmann í hennar stað um áramótin. Svo missum við Marín þannig að við erum að slípa leikinn og vonum að við séum á réttri leið.”

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -