11:49
{mosimage}
(Anna María í baráttunnið gegn UMSB)
Keflavík tefldi fram einum sigursælasta leikmanni Íslands frá upphafi á Landsmótinu um síðustu helgi. Leikmaður nr. 14 dró fram skóna um tíma og lék nokkra leiki með silfurliði Keflavíkur. Anna María Sveinsdóttir sagði í stuttu spjalli við Karfan.is að hún hygðist ekki vera að hugsa um að taka skóna af hillunni, en það væri alltaf gaman í körfu.
,,Nei, er ekki svona ungmennafélagsandi yfir þessu, allir með. Annars er ég bara að leika mér,” sagði Anna María og þegar hún var spurð hvort hún saknaði þess að spila sagði já og nei. ,,Bæði og, það er voða gaman þegar maður gerir þetta en það fer ótrúlega mikill tími í þetta, þannig að ég er mjög sátt með að vera hætt. En það er alltaf mjög gaman í körfu, það breytist ekkert.”
Anna María er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi en hún lék 515 leiki á 22 ára ferli.
mynd: [email protected]



