Nýliðar ÍR hafa framlengt samningi sínum við framherjann Aníku Hjálmarsdóttur fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.
Aníka var lykilleikmaður á síðasta tímabili fyrir liðið er það vann sig upp úr fyrstu deildinni, skilaði 11 stigum, 9 fráköstum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.
Samkvæmt fréttatilkynningu er frekari frétta að vænta af leikmannamálum nýliða ÍR á næstunni.