spot_img
HomeFréttirAngela með Grindavík í kvöld

Angela með Grindavík í kvöld

 

Erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, er komin með leikheimild og er því lögleg með liðinu í kvöld gegn Njarðvík. Nokkuð löng bið sem að Grindavík og hún hafa þurft að þola sökum vottorða sem voru lengi að skila sér frá Þýskalandi til þess að hægt væri að samþykkja umsóknina. Rodriguez búin að vera með liðinu síðan um miðjan mánuðinn. Verður spennandi að sjá það hvort að leikmaðurinn geti snúið gengi liðsins við. Hafa tapað síðustu þrettán leikjum sínum, en liðið sigraði síðast leik þann 3. desember síðastliðinn gegn sama liði og þær leika í kvöld.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -