spot_img
HomeFréttirAndy Johnston í viðtali

Andy Johnston í viðtali

 ”Ég hafði smá áhyggjur af leiknum í kvöld. Fyrsti leikur eftir jólafrí og hvort strákarnir væru tilbúnir í verkefnið.  Við höfum verið að æfa vel en ekkert spilað og líkast til hafa allir þessar áhyggjur svona eftir hátíðarnar. En í kvöld spiluðum við gegn sterku liði og staða þeirra í deildinni sýnir alls ekki hversu megnugir þeir eru.  Þeir eru vel þjálfaðir og spiluðu vel í kvöld. Við spiluðum ágætlega en vörnin var ekki nægilega sterk hjá okkur á köflum.  Það kom berlega í ljós þegar við vorum komnir í 9 stiga forskot en gloprum því niður. ” sagði Andy Johnston eftir leikinn í kvöld gegn Stjörnumönnum. 
 Andy bætti svo við að að lið hans var heppið að hafa Guðmund Jónsson innanborðs þetta kvöldið. “Já við vorum heppnir en ég vil nú frekar vera þá heppinn frekar en góður en þó í hófi.  En þetta snýst um varnarleik okkar í kvöld og hann var bara ekki nægilega sterkur líkt og hann hefur verið í vetur. 
Fréttir
- Auglýsing -