18:30
{mosimage}
Kenny Adeleke
Tyrkneska liðið Banvit sem KR mætir í Evrópukeppninni nú í nóvember hefur byrjað ágætlega í tyrkensku deildinni. Þegar þrjár umferðir eru búnar hafa þeir unnið tvo og tapað einum.
Í fyrstu umferð heimsóttu þeir Galatasaray Cafe Crown og töpuðu 67-73. Nokkrum dögum seinn tóku þeir á móti Kepez Belediye og unnu 76-75 og nú um helgina heimsóttu þeir Fenerbahce Ulker og unnu 89-72.
Aðalmaðurinn í þessum þremur leikjum hefur verið Nígeríumaðurinn Kenny Adeleke sem hefur verði viðloðandi NBA deildina.
Mynd: www.draftexpress.com



