Andri Þór Kristinsson þjálfari Blika var að vonum súr með naumt tap gegn Val í kvöld. Blikar áttu séns en misstu leikinn frá sér á lokasprettinum. Andri sagði að yngri leikmenn liðsins væru að ráða betur og betur við verkefnin með hverjum leiknum og að liðið tryði því að á meðan allir nytu þess enn að hittast og spila körfubolta færu hlutirnir að ganga betur. Lokatölur í viðureign Blika og Vals í kvöld voru 68-71 Val í vil.



