spot_img
HomeFréttirAndri Leikbrot spáir í leiki kvöldsins

Andri Leikbrot spáir í leiki kvöldsins

Í kvöld er heill umferð í Iceland Express-deild kvenna. Karfan.is fékk snillinginn Andra sem heldur úti hinni frábæru síðu Leikbrot.is til að spá um leiki kvöldsins.
Fjölnir – Haukar. …Haukastúlkur eru að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma og taka Fjölni 61 – 67
 
Snæfell – Grindavík. …Þetta verður hörkuleikur. Ég var á æfingu hjá Snæfells stúlkum í gær og þær virkuðu klárar í verkefnið. Greinilegur stígandi í þeirra leik og Hólmurinn er alltaf erfiður heim að sækja. Ég spái því að Snæfell taki þennan 54 – 49
 
Keflavík – Hamar. Keflavík hafði sigur þegar þessi lið mættust í Hveragerði í upphafi móts. Hamarsstúlkur voru í þeim leik að spila ílla á meðan Keflvík liðið virkaði vel slípað og langt komið í sinni skipulagsvinnu. Hamar flottann hóp sem er kominn í gírinn og ég spái þeim sigri í þetta sinn 75- 86
 
Njarðvík – KR. Allir vilja vinna meistara KR sem þurfa að styrkja sig ef þær ætla að vera í toppslagnum í vetur. KR er þó með of góða bakverði fyrir Njarðvíkurliðið og hefur sigur í þessum leik 78 – 84
 
Mynd: Ingibjörg Vilbergsdóttir og félagar fá verðugt verkefni í kvöld – [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -