spot_img
HomeFréttirAndri: Haukar sterkari en Keflavík kom með pönkið!

Andri: Haukar sterkari en Keflavík kom með pönkið!

Oddaviðureign Hauka og Keflavíkur fer fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og sigurvegarinn arkar áfram inn í undanúrslit með Tindastól, ÍR og KR. Karfan.is fékk Andra Þór Kristinsson til að melta aðeins viðureign kvöldsins.

„Heimavöllurinn er mikilvægur í þessum oddaleikjum og ljóst að Haukar munu tjalda öllu til. Manían verður í húsinu og stuðningsveit Keflavíkur mun eiga í fullu fangi til að í þeim heyrist. Haukar hafa verið sterkara lið í vetur og pressan er á þeim en Keflavíkingum hefur tekist að koma með pönk í þetta og látið vaða í allskonar nýja hluti sem hafa gefist vel og Haukarnir hafa soldið koðnað niður.

Ég held þó að leikur kvöldsins snúist frekar um gæði Haukaliðsins og stemminguna í liðinu frekar en leikskipulag Keflavíkurliðsins. Þeim mun takast að sækja betur á körfuna og þá opnast fyrir þristana og fleiri munu koma að stigaskorinu og því spái ég frekar stórum sigri Hauka. Ég vona samt ég hafi rangt fyrir mér og við fáum jafnan leik. Hápunktur körfuboltatímabilsins er akkurat núna.“

Mynd/ Bára Dröfn – Jónssynir eigast hér við þeir Kári og Guðmundur.

Fréttir
- Auglýsing -