spot_img
HomeFréttirAndrew Wiggins er nýliði ársins 2015 í NBA deildinni

Andrew Wiggins er nýliði ársins 2015 í NBA deildinni

Nýliði ársins í NBA deildinni er Andrew Wiggins hjá Minnesota Timberwolves, en það var tilkynnt nú fyrir helgi. Wiggins spilaði alla 82 leiki Timberwolves í vetur, skoraði 16,9 stig og tók 4,6 fráköst í leik.

 

Wiggins var valinn nr. 1 af Cleveland Cavaliers en skipt til Minnesota í þriggja liða skiptum þar sem Wiggins og Anthony Bennett komu í stað Kevin Love, sem sendur var til Cleveland Cavaliers.

 

Bob Myers, framkvæmdastjóri Golden State Warriors var svo valinn í gær framkvæmdastjóri ársins í deildinni. Myers réð Steve Kerr til að þjálfa Golden State í sumar sem hefur bætt árangur liðsins um 16 sigurleiki, sem er það hæsta af þeim liðum sem voru með yfir 50 sigurleiki á síðustu leiktíð. Leikmenn sem Myers hefur valið í sinni stjórnartíð hafa einnig verið að blómstra undanfarið og orðnir mikilvægir hlekkir í leik liðsins. 

 

Fréttir
- Auglýsing -