spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAndrée til Rendsburg Twisters

Andrée til Rendsburg Twisters

Hinn sænsk íslenski Andrée Michelsson hefur samið við Rendsburg Twisters um að leika með liðinu á komandi tímabili. Twisters leika í norðurhluta landsdeildar Þýskalands, en þar er neðri deildum skipt upp í landshluta. Andrée lék með Sindra síðast á Íslandi tímabilið 2019-20, en þá skilaði hann 19 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni.

Andrée er 24 ára gamall, en áður hefur hann leikið með Snæfell og Hetti á Íslandi, sem og var hann á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -