spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAndrée Michelsson til Sindra

Andrée Michelsson til Sindra

Bakvörðurinn Andrée Michelsson, sem leikið hefur með Hetti undanfarin tvö tímabil, hefur samið við 1. deildar lið Sindra frá Höfn í Hornafirði.

Hann var með 11,5 stig að meðaltali í leik í deildar- og úrslitakeppninni á síðasta tímabili fyrir Hött en mest skoraði hann 37 stig í einum leik.

Andrée, sem á íslenska móður, ólst upp í Malmö í Svíþjóð en flutti til Íslands árið 2016 og spilaði sitt fyrsta tímabil hér á landi fyrir Snæfell í Úrvalsdeild karla þar sem hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í leik.

Áður en hann kom til Íslands lék hann með yngri landsliðum Svíþjóðar og árið 2016 var hann valinn í æfingarhóp U-20 landsliðs Íslands en komst ekki í lokahópinn.

https://www.facebook.com/KKdSindra/photos/a.1646001828987501/2368211243433219/
Fréttir
- Auglýsing -