spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAndrée með 29 stig gegn Berlin Braves

Andrée með 29 stig gegn Berlin Braves

Andrée Fares Michelsson og félagar í Rendsburg Twisters lögðu um helgina lið Berlin Braves í 1. Regionalliga um helgina, 92-79.

Twisters eru eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með fjóra sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Andrée lék allar 40 mínútur, en á þeim skilaði hann 29 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Twisters er gegn Göttingen þann 27. nóvember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -