spot_img
HomeFréttirAndrée Fares bikarmeistari fyrir framan 17 þúsund aðdáendur í Sýrlandi

Andrée Fares bikarmeistari fyrir framan 17 þúsund aðdáendur í Sýrlandi

Andrée Fares Michelsson og félagar í Al Ittihad tryggðu sér sýrlenska bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Al Wahda fyrir framan 17 þúsund áhorfendur í Aleppo, 63-80, en þetta var í ellefta skipti sem félagið vinnur bikarinn.

Andrée átti fínan leik í úrslitunum, skilaði 10 stigum, 3 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Fréttir
- Auglýsing -