spot_img
HomeFréttirAndrea Björt í raðir KR-inga

Andrea Björt í raðir KR-inga

Kvennalið KR hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin á næstu leiktíð í Domino´s-deild kvenna en Andrea Björt Ólafsdóttir hefur sagt skilið við Njarðvíkurkonur og mun leika með KR á næstu leiktíð. 

Búsifjar fyrir Njarðvíkinga þar sem Andrea Björt var á meðal sterkustu leikmanna liðsins en hún snýr nú aftur í úrvalsdeildina. KR-ingar halda inn í næstu leiktíð með Björn Einarsson við stýrið en hann tók við KR konum fyrr í sumar og þá framlengdi Bergþóra Tómasdóttir við félagið á dögunum. 

Fréttir
- Auglýsing -