spot_img
HomeFréttirAndlát: Guðrún Björk Kristmundsdóttir

Andlát: Guðrún Björk Kristmundsdóttir

KR-ingurinn Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin 63 ára að aldri eftir erfið veikindi.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu, en Guðrún lést þann 1. september á gjörgæsludeild Landspítalans.

Guðrún var um árabil mikilvæg í starfi KR meðal annars sem formaður körfuknattleiksdeildarinnar frá árinu 2013 og einnig sem bakhjarl, en hún var áber­andi í ís­lensku viðskipta­lífi þar sem hún stýrði einu þekkt­asta fyr­ir­tæki lands­ins Bæj­ar­ins beztu pyls­um. Einnig starfaði hún fyrir Körfuknattleikssamband Íslands og var nú á síðasta þingi kosin í stjórn sambandsins og sem 2. varaformaður þess.

Körfuboltafjölskyldan hefur misst öflugan meðlim og frábæran einstakling. Karfan þakkar Guðrúnu fyrir óeigingjarnt framlag sitt til íþróttarinnar sem við elskum öll.

Forsvarsmenn Körfunnar senda fjölskyldu hennar og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk á þessum erfiðu tímum.

Fréttir
- Auglýsing -