17:17
{mosimage}
La Kiste Barkus átti frábæran leik hjá Hamar í gær þegar þær unnu Val og er liðið komið áfram í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu Hamars. Karfan.is spjallaði við Kiki eftir leikinn og fékk að heyra hennar álit á leiknum.
Nokkur orð um leikinn. Þessi leikur var mjög spennandi fyrir okkur og stór sigur fyrir félagið. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur því Valur er reynslumikið lið og það er erfitt að vinna þær á þeirra heimavelli. Stelpurnar í liðinu spiluðu frábærlega, sérstaklega gaman að sjá hversu mikla orku og baráttu þær komu með inn í leikinn. Ég er ánægð að eiga þátt í að skrifa söguna hjá þessu liði.
Nú tapaði Hamar ansi mörgum leikjum eftir áramóti þar til þið unnuð Hauka um daginn, hvað breyttist í ykkar leik núna á síðustu dögum?Öll lið ganga í gegnum erfitt tímabil á hverju leiktímabili en það sem skiptir máli er hvernig liðið bregst við á þeim punkti. Við erum búnar að taka vel á því á æfingu og reynt að bæta okkur sem lið. Ég held að það sé að skila sér núna.
Hvernig helduru að Grindavík – KR fari í kvöld?
Bæði liðin eru mjög góð og þetta verður frábær leikur til að horfa á. Það lið sem spilar betur mun vinna og ég óska báðum liðum góðs gengis í kvöld.
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Mynd: [email protected]



