Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og Friðrik Ragnarsson þjálfari ákváðu í morgun að segja upp samningi við Amani Daanish þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum, ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort það verði fengin nýr leikmaður í hans stað.
Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur www.umfg.is
Daanish lék tvo deildarleiki með Grindvíkingum í Iceland Express deildinni og gerði í þeim 17,3 stig að meðaltali í leik og tók 8,7 fráköst.



