spot_img
HomeFréttirÁltfanes vann ÍBV (Umfjöllun)

Áltfanes vann ÍBV (Umfjöllun)

14:00

{mosimage}

Körfuknattleikslið Álftaness vann í gær mikilvægan sigur á ÍBV í 2. deild karla í körfuknattleik, 84-70. Eyjamenn byrjuðu betur og höfðu yfir eftir fyrsta fjórðung 20-23. Heimamenn snéru leiknum sér í hag í öðrum leikhluta og voru yfir eftir hann 43-39. Skipulagður, agaður varnarleikur lagði grunninn að forystu Álftaness. Leikmenn liðsins héldu áfram á sömu braut og juku jafnt og þétt við forystuna. Eftir þriðja leikhluta var hún orðin tíu stig, 62-52 og Álftanes sigraði að lokum með fjórtán stigum.

 

 

Daði Janusson skoraði 32 stig fyrir Álftanes, Davíð Freyr Jónsson 16 og Óli Rúnar Jónsson 7. Sigurjón Lárusson var stigahæstur í liði ÍBV með 37 stig. 

Með sigrinum í dag náði Álftanes 2. sæti B riðils af ÍBV. Sætið veitir rétt til þátttöku í úrslitakeppni deildarinnar. 

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Texti og myndir Gunnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -